Laugardalsá

Laugardalsá er falleg laxveiðiá sem á upptök sín í Laugarbólsvatni og fellur út í Ísafjarðardjúp. Hún er í raun 3 ár sem aðskiljast með Efstadalsvatni og Laugarbólsvatni. Laugardalsá er veidd með 2-3 stöngum á dag. 

 

Frá Laugarbólsvatni að sjá eru 6 km bakkalengd og 18 merktrir veiðistaðir og á göngutíma er hægt að rekast á lax í nokkrum ómerktum strengjum og holum. Þegar líður á eru Dagmálafljót og Blámýrarfljót hélstu staðirnir og get þessir hyljir geyma ótrúlegt magn af laxi.  

Laxinn í Laugardalsá er að megninu til smá lax, en töluvert er af stórlaxi í ánni. Til dæmis árið 2014 veiddist 103 cm hængur úr ánni. Mikið er af urriða í vötnunum og í ánni.

Laugardalsá er afgerandi besta laxveiðiá Vestfjarða. Algeng veiði er í kringum 250 til 450 laxar á sumri, með meðalveiði síðustu 10 ára upp á 374 laxa og var áin veidd í 75 daga.

Gott veiðihús fylgir ánni með góðri aðstöðu meðgisti pláss fyrir 7 manns.

Tímabil 15. júní til 15. september.

Stangarfjöldi: júní  og frá  21. ágúst til 15 sept. 2 stangir. Júlí til 20. ágúst 3 stengir.

Vegarlend frá Reykjavik er 345 km. 

Upplýsingar í síma 8446900 

eða gummiatli@gmail.com


Powered by 123.is